Siglingadagar á Ísafirði

Halldór Sveinbjörnsson

Siglingadagar á Ísafirði

Kaupa Í körfu

UM HELGINA voru haldnir siglingadagar á Ísafirði. Að sögn skipuleggjenda lögðu yfir fimm hundruð manns leið sína niður að höfn og Pollinum báða dagana. Á laugardeginum var keppt í ýmsum siglingaíþróttum, s.s. kajakróðri, en í gær voru meiri rólegheit yfir siglingadögunum. Þá fengu ungir sem aldnir færi á því að bregða sér í stutta siglingu á ýmsum fleytum sem hægt var að fá að láni. Veðrið lék við Ísfirðinga í gær og nutu margir þeirra veðurblíðunnar á ljúfri siglingu á firðinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar