George Robertson lávarður á Þingvöllum

George Robertson lávarður á Þingvöllum

Kaupa Í körfu

Robertson lávarður, fráfarandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til fundar við utanríkis- og forsætisráðherra í gær. Sagðist hann fylgjjast með viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð varnarsamstarfsins. EKKI ANNAR TEXTI _____________________________________________ George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, átti í dag fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, á Þingvöllum en Robertson er í kveðjuheimsókn hingað til lands þar sem hann lætur af störfum í árslok. Staða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna kom þar til umræðu en Robertson sagði eftir fundinn að viðræður um varnarmál á Íslandi væru tvíhliða viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ekki væri óskað eftir því að NATO beitti sér í málinu fyrir Íslendinga en Robertson gegndi engu að síður mikilvægu hlutverki. Robertson fer héðan til New York í Bandaríkjunum. Hann sagðist aðspurður myndu ræða við bandaríska embættismenn um málefni Íslendinga en að þessu sinni ætlaði hann ekki að hitta bandaríska ráðamenn að máli Robertson sagði að sem fulltrúi aðildarríkjanna 19 gæti hann ekki haft persónulega skoðun á þessu máli en staða Íslands væri einstök að því leyti að það hefði tvíhliða samning við Bandaríkjamenn. Hann sagði að viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna yrði ekki málefni NATO fyrr en þeim viðræðum lyki. Þá sagði Robertson að Íslendingar léku mikilvægt hlutverk í starfi NATO þótt landið væri lítið og tók í því sambandi dæmi af framlagi Íslands til flugumferðarstjórnar í Pristina, höfuðborg Kosovohéraðs. Davíð sagðist vera ánægður með áhuga Robertsons og framlag hans til málsins. Hann væri hins vegar fulltrúi allra aðildarríkja NATO og nyti trausts beggja aðila í þessu máli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar