Fimm ættliðir samankomnir í Borgarnesi

Guðrún Vala Elísdóttir

Fimm ættliðir samankomnir í Borgarnesi

Kaupa Í körfu

JÓHANNES Benedikt Halldórsson sem fæddist 1. júlí sl. rekur ættir sínar bæði til Færeyja og inn í Dali. Hann er fyrsta langalangömmubarn Jóhönnu Lind Pálsson sem flutti til Íslands frá Færeyjum árið 1936. Afkomendur hennar eru orðnir 76. Hún á 14 börn á lífi, 37 barnabörn og 24 barnabarnabörn og 1 barnabarnabarnabarn. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í gróðurhúsinu hennar Jóhönnu, má sjá fimm ættliði saman komna; Jóhannes Benedikt er í fanginu á Jóhönnu Lind Pálsson (f. 1916). Við hlið hennar situr nýbökuð móðirin Agnes Óskarsdóttir (f. 1980). Fyrir aftan stendur langafinn Ólafur Egilsson (f.1939) og amman Sigurbjörg Ólafsdóttir (f.1961). MYNDATEXTI: Fimm ættliðir saman komnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar