Gestalæti 2003

Kristján Kristjánsson

Gestalæti 2003

Kaupa Í körfu

KOMPANÍIÐ og Menningardeild Akureyrarbæjar standa sameiginlega að verkefninu "Gestalæti 2003", en það gengur út á það að blása nýju lífi í miðbæinn með allskonar uppátækjum sem líkja mætti við götuleikhús. Verkefni þetta er í höndum hóps af ungu fólki og hafa þau verið áberandi í miðbænum síðustu vikur. Ferðamenn jafnt sem heimamenn hafa skemmt sér yfir söngnum, trúðslátunum og öllu því sem þau hafa haft fram að færa. Ungmennin hafa jafnframt tekið á móti ferðamönnum sem koma til Akureyrar með þeim fjölmörgu skemmtiferðaskipum sem leggjast hér að bryggju þetta sumarið. Á daginn halda þau til í miðbænum, en þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð sá hann til þeirra þar sem þau sváfu vært á torginu og varla hægt að segja að mikið fjör hafi verið í gangi í það skiptið. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar