Strandarmót í knattspyrnu

Kristján Kristjánsson

Strandarmót í knattspyrnu

Kaupa Í körfu

UM 250 börn, drengir og stúlkur, 8 ára og yngri, tóku þátt í hinu árlega Strandarmóti í knattspyrnu sem fram fór á Árskógsströnd um síðustu helgi. Mótið var nú haldið í 10. sinn og sem fyrr sáust þar glæsileg tilþrif hjá yngsta knattspyrnufólkinu. Keppendur komu frá átta félögum, Völsungi, KS, Magna, Dalvík, Leiftri, KA, Þór og Samherja en alls voru liðin 23. / Það má því segja að allir hafi farið heim sem sigurvegarar eftir vel heppnað mót. Á myndinni kljást ungir drengir í KA og Þór í einum af leikjum liðanna á mótinu. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar