Feministafélag Íslands stofnað.

Árni Torfason

Feministafélag Íslands stofnað.

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ var mjög góð stemning og konur fögnuðu því innilega að búið væri að stofna nýtt kvenréttindafélag. Það er greinilega mikil þörf fyrir svona félag um þessar mundir," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sat stofnfund Femínistafélags Íslands í gærkvöldi. Á þriðja hundrað manns, þar af um 20 karlmenn, lagði leið sína á fundinn sem var haldinn í sal Miðbæjarskólans. Félaginu er ætlað að vera frjáls og óháður umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista með það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Einnig ætlar félagið að berjast fyrir mannréttindum sem byggð eru á alþjóðlegum sáttmálum. Í gærkvöldi voru 310 skráðir á póstlista félagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar