Hvalshræi sökkt með sprengingu

Morgunblaðið/Reynir Sveinsson

Hvalshræi sökkt með sprengingu

Kaupa Í körfu

BRÖSUGLEGA hefur gengið að sökkva hrefnutarfinum sem á dögunum rak á fjöru á Fitjum við Sandgerði. Nú hefur hræið verið sprengt í sundur og dregið lengra á haf út og er vonast til að það hverfi sjónum manna./Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var fengin til að draga hvalshræið af fjörunni á Fitjum þrjár mílur á haf út. /Ákveðið var að draga hræið enn lengra út en þá fór spottinn í skrúfuna á björgunarbátnum Sigga Guðjóns. Svölum björgunarmönnum tókst að lagfæra það og drógu björgunarskipin hræið lengra út á hafið. Það var skilið eftir nokkrar mílur út af Garðskaga og vonast menn til að það sökkvi fljótlega og valdi ekki frekara ónæði. MYNDATEXTI: Sprengistrókurinn stóð hátt í loft þegar reynt var að sökkva hrefnunni utan við Garðskaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar