Sofandi skógarþröstur
Kaupa Í körfu
ÞAÐ var aldeilis uppi fótur og fit hjá krökkunum á Árbrautinni á Blönduósi fyrir skömmu er þau rákust á þessa fiðruðu kúlu uppi í lerkitré. Töldu þau víst að hér væri um uglu að ræða miðað við vaxtarlag og hlupu inn til ömmu sinnar sem átti lerkitréð og sögðu henni tíðindin. Amma sem er veraldarvön sagði börnunum að segja fréttaritara Morgunblaðsins umsvifalaust frá þessu hvað og þau gerðu. Þegar þetta undarlega fyrirbrigði var skoðað kom í ljós að hér var um sofandi skógarþröst að ræða. Og svo sofandi var hann að hann rumskaði ekki þrátt fyrir töluverðan skarkala barna og ljósmyndara. Þrátt fyrir að uglan yrði að skógarþresti þá eru uglur ekki langt undan því sjá má branduglupar í móunum rétt fyrir ofan Blönduós þar sem hitaveituleiðslan fer yfir Laxá á Ásum. EKKI ANNAR TEXTI.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir