Magnús Örn Sigurjónsson

Jónas Erlendsson

Magnús Örn Sigurjónsson

Kaupa Í körfu

MAGNÚS Örn Sigurjónsson, 8 ára, fann gúmmíönd sjórekna í fjörunni suður af Pétursey í Mýrdal í byrjun maí. Þetta mun vera, eftir því sem best er vitað, fyrsta öndin af þessu tagi sem rak á fjörur Íslands, en hún hafði ásamt 29 þúsund öðrum öndum flotið úr gámi í Kyrrahafi fyrir ellefu árum. Fylgst hefur verið með ferðalagi þeirra æ síðan. Nokkrar endur hafa sést við austurströnd Bandaríkjanna, en talið var að sumar myndu fljóta til Kanada, Íslands eða jafnvel Bretlands. Að sögn föður drengsins, Sigurjóns Eyjólfssonar, bónda í Pétursey, hafa þeir feðgar ekki enn gert fyrirtækinu US-Based viðvart, en það hefur heitið þeim sem finna gúmmíendurnar í fjöru 100 dollara verðlaunum. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar