John Benes

Jim Smart

John Benes

Kaupa Í körfu

Hvers konar menn eru það sem samþykkja að fara til allra verstu átakasvæða í heiminum til upptökustarfa svo að við hin, sem sitjum í makindum fyrir framan sjónvarpið, getum fengið okkar daglega skammt af fréttum? MYNDATEXTI: Við störf á Íslandi JOHN Benes að störfum sem sjónvarpsmyndatökumaður við Árbæjarsafn. Með á myndinni eru þeir Geoff Hutchison, fréttamaður ABC, og viðmælandinn Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Var verið að spyrja Árna spjörunum úr um álfatrú Íslendinga. Innslög þeirra Benes og Hutchisons eru notuð í fréttaþætti á ABC-sjónvarpsstöðinni áströlsku en í Íslandsheimsókninni sinntu þeir tveimur verkefnum, annars vegar trú Íslendinga á álfa og tröll og hins vegar því frumkvæði sem Íslendingar hafa tekið í vetnismálum, ásamt almennri umfjöllun um umhverfismál á Íslandi. Í tengslum við síðara verkefnið ræddu þeir m.a. við þingmenn á Alþingi og ferðuðust um fjöll og firnindi, svo sem að virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar