Vátryggingafélag Íslands

Vátryggingafélag Íslands

Kaupa Í körfu

Andmæli vegna fiskiskipatrygginga Vátryggingafélag Íslands Í greinargerð Vátryggingafélags Íslands (VÍS) til Samkeppnisstofnunar segir að upplýsingaskipti tryggingafélaganna sem vitnað sé til í frumskýrslu séu hvorki byggð á samningi, samþykktum né samstilltum aðgerðum þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Að mati VÍS er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á upplýsingaskiptum annars vegar og þeim aðgerðum sem af þeim kunna að leiða hins vegar. Byggir VÍS á því í þessu máli að upplýsingaskipti keppinauta, á milli eða fyrir milligöngu samtaka þeirra, geti ekki falið í sér brot gegn 10. gr. samkeppnislaga án tengsla við frekari aðgerðir, svo sem samninga eða samstilltar aðgerðir, af hálfu þeirra sem aðild eiga að upplýsingaskiptunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar