Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar

Kaupa Í körfu

UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýna afstöðu páfa vegna afstöðu hans til hjónabanda samkynhneigðra í bréfi sem þeir afhentu fulltrúa kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í gær. Í opnu bréfi til páfa biðja ungu jafnaðarmennirnir hann að endurskoða afstöðu sína til þess að "tveir samkynhneigðir einstaklingar gangi að eigast", en sem kunnugt er fordæmdi Páfagarður sambönd samkynhneigðra með yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 31. júlí sl. Í bréfinu segir ennfremur: "Við teljum eðlilegt að þeir [samkynhneigðir] fái að njóta allra þeirra réttinda og bera allar þær skyldur sem hjónabandi fylgja samkvæmt lögum í hverju landi. Í því felst jafnræði, mannvirðing og reisn." Fulltrúi kaþólsku kirkjunnar, Séra Húbert Th. Óremus, veitti bréfinu viðtöku og kvaðst ætla að koma því áleiðis. MYNDATEXTI. Séra Húbert Th. Óremus tekur hér við bréfinu úr hendi Andrésar Jónssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar