Kotmót í Kirkjulækjarkoti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Kotmót í Kirkjulækjarkoti

Kaupa Í körfu

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var viðstaddur samkomu hvítasunnumanna á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti um verslunarmannahelgina. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kirkjumálaráðherra er viðstaddur slíka samkomu en hann var boðsgestur hvítasunnumanna ásamt þeim Drífu Hjartardóttur og Ísólfi Gylfa Pálmasyni. Vörður Leví Traustason forstöðumaður hvítasunnukirkjunnar færði þeim og nýútkominn geisladisk, Gleði, sem inniheldur tónlist gospelkórs safnaðarins. Myndatexti: Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er fyrsti kirkjumálaráðherrann sem er viðstaddur samkomu hjá hvítasunnumönnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar