Tjaldað við Jökulsárlón

Árni Torfason

Tjaldað við Jökulsárlón

Kaupa Í körfu

"Lónið til sín laðar menn, /listajökullinn fagur," varð ónefndu skáldi að orði er það sá þetta par tylla sér á bakka Jökulsárlóns og virða fyrir sér undurfagurt útsýnið í kvöldhúminu. Svo heillað var parið af útsýninu að það hafði tjaldað við spegilslétt lónið, umlukt margbrotnum og veðruðum jökulbrotum er ryðjast fram hægt og bítandi. Eigi gat skáldið yfirgefið lónið án þess að botna braginn: "kvikuelda kveikja enn,/hvort sem er nótt eða dagur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar