Nýr bátur sjósettur á Hellnum

Guðrún Bergmann

Nýr bátur sjósettur á Hellnum

Kaupa Í körfu

Menn notuðu frídag verslunarmanna til ýmissa hluta, flestir þó til ferðalaga. Á vissan hátt gerði þúsundþjalasmiðurinn Ketill Sigurjónsson á Hellnum það einnig. Ketill sem er lærður húsasmiður og orgelsmiður notaði daginn til að sjósetja lítinn bát sem hann hefur verið að dunda sér við að smíða undanfarna mánuði. Bátinn smíðaði hann eftir eigin teikningu og því ríkti ákveðin spenna yfir því hvernig hann myndi liggja í vatni við sjósetninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar