Garðar í Garði

Helgi Bjarnason

Garðar í Garði

Kaupa Í körfu

ÞÓTT íbúar í Garði hafi lengst af haft aðalframfæri sitt af sjósókn er talið að þar hafi verið gróin landsvæði, nokkrar stórjarðir og akrar. Um síðustu áramót sást votta fyrir 18 akurreinum fyrir vestan prestsetrið Útskála. Þótt byggðin teljist nú þéttbýli er hún á köflum gisin og menn hafa tækifæri til að rækta tún og vera með hesta og aðrar skepnur. Íbúi í einu húsanna í Út-Garði þurfti að skamma hundinn sinn duglega fyrir að atast í hestunum þegar ljósmyndarinn raskaði ró skepnanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar