Þingeyri

Líney Sigurðardóttir

Þingeyri

Kaupa Í körfu

ÞESSI frumlegi blómapottur stendur við hús Kristjönu Vagnsdóttur á Þingeyri. Þarna hefur salernið fengið nýtt hlutverk og hýsir nú sumarblóm í fullum skrúða. Í garðinum hennar Kristjönu er margt skemmtilegt að sjá, og fékk hann viðurkenningu fyrir vinnusemi eigandans fyrr í sumar. Rakel Brá Siggeirsdóttir, dótturdóttir Kristjönu, segir að hún hafi aldrei áður séð klósett með blómum úti í garði, og ákvað frekar að heilsa upp á steinfésin í garðinum hennar ömmu en að rannsaka blómapottinn frekar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar