Leiklistarnámskeið

Anna Ólafsdóttir

Leiklistarnámskeið

Kaupa Í körfu

FYRIR stuttu var haldið leiklistarnámskeið fyrir krakka 7 ára og eldri á Hellu. Kennari var Ólafur Jens Sigurðsson leikstjóri en hann hefur verið með námskeið sem þessi undanfarin ár á Selfossi við góðan orðstír. Ekki var annað að sjá á nemendum hans en að þeir nytu þess arna mjög enda má vafalaust vænta þess að a.m.k. einhverjir geri garðinn frægan í framtíðinni á leiklistarbrautinni. Í lok námskeiðsins var foreldrum og öðrum boðið að koma og sjá afraksturinn með sýningu á leikritinu "Kafteinn ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna" sem unnið er upp úr stórbrotnu skáldverki Dav Pilkey eins og segir í handritinu. MYNDATEXTI. Frá leiklistarnámskeiðinu á Hellu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar