Báturinn Eiríkur rauði, Grænlandi

Ragnar Axelsson

Báturinn Eiríkur rauði, Grænlandi

Kaupa Í körfu

Austurströnd Grænlands er óviðjafnanleg útivistarperla sem ferðafólk hefur verið að uppgötva á síðari árum. Hver veit nema hinn almenni ferðamaður rekist á hálfrar milljóna króna gullklump í einhverri gönguferðinni, segir Örlygur Steinn Sigurjónsson um Grænlandsferð þeirra Ragnars Axelssonar og fleiri í júlíbyrjun. Báturinn þeyttist upp á ísinn SIGURÐUR Péturson skipstjóri frá Ólafsvík kom fyrst til Grænlands sem ferðamaður árið 1997 og sigldi um Suður-Grænland í vikutíma ásamt hópi ferðamanna. Í þeirri ferð tók hann afdrifaríka ákvörðun. "Landið heillaði mig ákaflega mikið og ég hét mér að ég skyldi setjast hér að," segir hann. "Ég fór til Stefáns Hrafns Magnússonar hreindýrabónda í Isortoq og var þar fyrsta veturinn minn. Síðan keypti ég bát á Íslandi og sigldi honum sumarið 1997 suður fyrir Hvarf og upp til Ammassalik." Þetta reyndist hin mesta háskaför í gegnum hafís sem lék sér að bátnum eins og skopparakringlu. MYNDATEXTI: Hinn 5 tonna Eiríkur rauði verður harla lítill í samanburði við Knud Rasmussens-jökulinn. Hellinn á myndinni var ekki unnt að skoða nema í öruggri fjarlægð vegna hrunhættu. ( Ferð með íslenskum fjallaleiðsögumönnum til Grænlands. Gönguferðir um fjöll og nágrannabygðir , Kulusuk , Kummiut, Sermiliqaq , og Ikatek sem er gamall herflugvöllur úr síðari heimsstyrjöld. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar