Fornleifar í Hegranesi

Fornleifar í Hegranesi

Kaupa Í körfu

Komið hefur í ljós kirkjugarður frá árdögum kristni á Íslandi við fornleifauppgröft í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Fund kirkjugarðsins bar þannig að, að Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, gróf grunn fyrir nýju íbúðarhúsi og fékk mannabein í skófluna. Starfsmenn Hólarannsóknar hafa verið að störfum í sumar og í fyrrasumar við að hreinsa ofan af kirkjugarðinum, sem er óvenju heillegur og mikill fengur fyrir íslenska fornleifafræði. Myndatexti: Beinagrind í gröf sinni í kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi í Skagafirði. Hringlaga veggur umlykur garðinn, en hann er talinn vera frá frumkristni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar