Fornleifar í Hegranesi
Kaupa Í körfu
Komið hefur í ljós kirkjugarður frá árdögum kristni á Íslandi við fornleifauppgröft í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Fund kirkjugarðsins bar þannig að, að Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, gróf grunn fyrir nýju íbúðarhúsi og fékk mannabein í skófluna. Starfsmenn Hólarannsóknar hafa verið að störfum í sumar og í fyrrasumar við að hreinsa ofan af kirkjugarðinum, sem er óvenju heillegur og mikill fengur fyrir íslenska fornleifafræði. Í kirkjugarðinum hafa alls fundist 52 grafir, bæði grafir fullorðinna og barna. Bein eru ótrúlega vel varðveitt miðað við að jarðsett var í garðinum fyrir árið 1104, en þá gaus Hekla og lá gjóskulag yfir öllum garðinum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir