Birkifeti á ferð

Birkir Fanndal Harladsson

Birkifeti á ferð

Kaupa Í körfu

SÍÐUSTU daga er ryðlitur blær að verða áberandi á birki og fjalldrapa í Mývatnssveit og víðar í Þingeyjarsýslum. Við fyrstu sýn getur virst svo sem haustlitur sé óvenju snemma á ferð en svo er þó ekki. Árni Einarsson á Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn segir að hér sé á ferðinni fiðrildalirfa sem heitir birkifeti. Etur lirfan laufið sem fyrst verður brúnt en mun síðan falla af greinum þegar rignir. Má búast við að þær verði þá svartar eftir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar