Kristinn Kristjánsson

Guðrún Bergmann

Kristinn Kristjánsson

Kaupa Í körfu

Minnisvarðinn er helgaður ellefu einstaklingum sem fórust í sjóslysum og fengu ekki legu í vígðri mold. Kristinn Kristjánsson, af mörgum þekktur sem Diddi í Bárðarbúð, átti allan veg og vanda af því að láta vinna og setja minnisvarðann upp. Við afhjúpun naut hann aðstoðar Ólínu Gunnlaugsdóttur sem er systurdóttir hans. Á minnisvarðann, sem er úr graníti og unninn af Mósaík hf., eru letruð nöfn bræðranna Friðriks og Ólafs Jónssonar sem fórust með Valtý við Engey, Jónasar Hallgrímssonar sem fórst í lendingu á Dagverðará, Reimars Eiríkssonar sem fórst með Erninum, Ólafs Lárussonar sem tók út af Pilot, þeirra Antons B. Björnssonar, Elínar Ólafsdóttur, Kristínar Magnúsdóttur og Trausta Jóhannssonar sem fórust með Hilmi, Magnúsar Péturssonar sem fórst með Hermóði og Halldórs Júlíussonar sem fórst með Trausta. Allir þessir einstaklingar voru búsettir í gamla Breiðuvíkurhreppi, utan Anton, en hann var íþróttakennari í hreppnum þegar hann fórst. Myndatexti: Kristinn Kristjánsson afhjúpaði minnisvarðann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar