Sparkvöllur við Réttarholtsskóla

Árni Torfason

Sparkvöllur við Réttarholtsskóla

Kaupa Í körfu

Fótboltinn er sívinsæl íþrótt meðal ungu kynslóðarinnar. Hann er einnig hin heilbrigðasta útivist og alltaf þörf á nýjum völlum fyrir börn að leika sér á. Íþrótta- og tómstundaráð reykjavíkur opnaði í gær sparkvöll, eða svonefndan battavöll, við Réttarholtsskóla, en battavöllur er gervigrasvöllur sem er í handboltavallarstærð, með veggjum upp að ákveðinni hæð hringinn í kringum völlinn. Á vellinum eru bæði mörk og körfur. Ungir knattspyrnukrakkar úr Víkingi léku fyrsta leikinn og vígðu þannig völlinn til almennrar notkunar. Myndatexti: Það skorti ekki einbeitinguna hjá þessum unga fótboltamanni og var ánægjan mikil með nýja íþróttavöllinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar