Gamlar líkkistur í Bolungarvík

Halldór Sveinbjörnsson

Gamlar líkkistur í Bolungarvík

Kaupa Í körfu

GAMLAR líkkistur hafa fundist við uppgröft á kirkjulóðinni við Hólskirkju í Bolungarvík en ekki var vitað af kistunum áður en framkvæmdir hófust. Framkvæmdir við Hólskirkju munu standa fram í desember en styrkja á bæði undirstöður kirkjunnar, sem farin er að síga, sem og gólf hennar, að sögn Halldórs Eydal kirkjuvarðar. Framkvæmdum á að vera lokið í desember. Á myndinni er Guðmundur Óli Kristjánsson, smiður, með eina af þremur heilum barnalíkkistum sem fundist hafa við kirkjuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar