Gegn stríðsrekstri

Sverrir Vilhelmsson

Gegn stríðsrekstri

Kaupa Í körfu

Spilastokkur með myndum af ýmsum þekktum andlitum er kominn í dreifingu en hann mun vera andsvar við Íraksspilunum svonefndu sem voru með myndum af eftirlýstum Írökum. Að því er fram kemur í spilastokkunum er tilgangur þeirra að benda á hina raunverulegu stríðsglæpamenn, þ.e. leiðtoga hins vestræna heims. "Í raun og veru voru spilastokkarnir [Íraksspilin] aðeins fjölmiðlafár til þess að beina athygli okkar, eina ferðina enn, frá hörmungum stríðsins." Á vefsíðunni sem vísað er til í spilastokkunum, www.warprofiteers.com, kemur fram að hver sort tákni ákveðinn hóp fólks sem hafði gróðasjónarmið að leiðarljósi við stuðning við stríðið í Írak. Í spilastokknum er einn jóker sem er merktur fíflið (the jerk) en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hlýtur þann titil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar