Gullbrúðkaup

Gullbrúðkaup

Kaupa Í körfu

VIÐ Ármann litum hvort annað augum fyrst þegar hann kom við í Fossvogsbúðinni hjá mér þar sem ég var að vinna, sumarið 1947. Þá var ég sextán ára og hann keypti snúð og kók. Mér fannst hann glæsilegur á velli, enda hár og myndarlegur strákur. En við töluðum ekkert saman þá," segir Björg R. Árnadóttir um fyrsta fund þeirra Ármanns J. Lárussonar. Dökkhærða stúlkan í búðinni hafði líka vakið athygli Ármanns og hann fygldist með henni úr fjarlægð. "Ég var hálfgerður einfari og frekar hlédrægur, þannig að ég gaf mig ekkert að henni strax." MYNDATEXTI: Fagur garður: Framan við húsið á Digranesvegi 64 sem nú er heimili dóttur þeirra. Ármann og Björg byggðu húsið ung að árum á lóðinni hjá foreldrum Bjargar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar