Ingvar Ingvarsson

Sigurður Aðalsteinson

Ingvar Ingvarsson

Kaupa Í körfu

Mikil stemning ríkti í Breiðdalnum þegar kraftakeppnin Austfjarðatröll fór þar fram á dögunum. Mótsstjórinn, Njáll Torfason, fór á kostum þegar hann dró bíl með tönnunum um leið og hann gekk berfættur yfir glerbrot. Því næst ýtti hann sama bílnum til baka með hnífum sem hann hafði sett um hálsinn og loks lagðist hann á glerbrotin og lét trukk bakka upp á sig. Njáll segir keppnina hafa farið vel fram og fjölmenni hafi verið að fylgjast með kraftajötnum spreyta sig í fjölbreyttum keppnisgreinum. Austfjarðatröll ársins er Jón Björn Björnsson úr Reykjavík, með 54,5 stig, í öðru sæti varð Jón Valgeir Williams úr Reykjavík, með 53 stig og í 3. sæti varð Ingvar Ingvarsson úr Reykjavík með 43,5 stig. MYNDATEXTI: Ingvar Ingvarsson tekur á því í kraftakeppninni Austfjarðatröll, sem haldin var á Breiðdalsvík fyrir skemmstu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar