Laufskálavarða

Jónas Erlendsson

Laufskálavarða

Kaupa Í körfu

ÞEGAR komið er austur yfir Mýrdalssand kemur í ljós lágur hóll þakinn vörðum, stórum og smáum, sem eru hlaðnar af ferðalöngum. Staðurinn nefnist Laufskálavarða og var það venja að hlaða þar vörðu þegar menn færu yfir Mýrdalssand í fyrsta sinn. Ekki er ljóst af hverju þessi siður komst á en sjálfsagt hefur verið fólgin í því einhver von um að komast óskaddaður heim aftur. Á árum áður var mikið fyrirtæki að ferðast yfir Mýrdalssand, allar ár óbrúaðar og villugjarnt á sandinum. Lengi vel voru þessar vörður einungis á hólnum sjálfum enn ferðamenn nútímans virðast hafa tekið þennan sið upp því nú eru vörður úti um allt í kringum hólinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar