Við Mývatn

Halldór Kolbeins

Við Mývatn

Kaupa Í körfu

Fyrirhugað er bygging heilsulóns við affall borholu í Bjarnarflagi nærri Mývatni. Núverandi lón er nokkuð hættulegt ferðamönnum, þar sem í það streymir mjög heitt vatn, og sömuleiðis má þar finna sjóðandi heitan leir. Baðfélag Mývatnssveitar, sem stofnað var 1998, fyrirhugar nú flutning lónsins um einn kílómetra til suðurs, og byggingu baðaðstöðu við nýja lónið. Er fyrirhugað að hægt verði að opna aðstöðuna næsta vor. Þessir ferðamenn létu aðstöðuleysið þó ekki aftra sér, frekar en fjölmargir aðrir ferðalangar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar á ferð um hringveginn og fá sér róandi bað í lóninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar