Borgarvirki
Kaupa Í körfu
Borgarvirki er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Þá blasir þessi 177 m háa kelttaborg við til norðurs á milli Vesturhóps og Víðidals. Virkið uppi á hæðinni er úr 10-15 m háu stuðlabergi með kringlótta, 5-6 m djúpa lægð í miðju. Einhvern tíma á öldum áður var hlaðið í skarðið til austurs og hleðslur voru endurnýjaðar til að varðveita þetta einstaka virki á árunum 1949-1950. Inngangur er í virkið í gegnum þennan 30 m langa, 1,4 m breiða og 1-2 m háa austurgarð. Tvær skálarústir eru inni í virkinu, önnur 9 x 4 m og hin 8 x 4 m að innanmáli og brunnur rétt hjá þeim. Enginn veit fyrir víst, hver eða hverjir hlóðu fornu hleðslurnar í Borgarvirki eða í hvaða skyni. Tilgátur eru um, að Barði Guðmundarson í Ásbjarnarnesi hafi staðið fyrir því verki til að verjast óvinum sínum úr Borgarfirði, þegar þeir komu til mannvíga í Húnaþingi, og varizt þeim í Borgarvirki.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir