Geitungabú

Geitungabú

Kaupa Í körfu

Geitungar hafa verið áberandi í görðum landsmanna og víðar það sem af er sumri enda hefur veður verið með afbrigðum milt. Geitungadrottningar eru óðum að yfirgefa búin og leggjast í dvala, t.d. undir húsþökum og klæðningum húsa. Geitungar hætta þá að sinna búunum í sama mæli og fólk verður frekar vart við þá. Viðbrögðin láta ekki á sér standa eins og Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir staðfestir en hann hefur eytt fleiri búum í sumar en hann kýs að muna og útköllin í ár eru næstum tvöfalt fleiri en í fyrra. Myndatexti: Geitungabúið var falið undir þakkanti. Fjarlægja þurfti plötu frá kantinum til að komast að búinu. Geitúngabúi eytt á Fálkagötu 29

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar