Samningur um dreifmenntun

Sverrir Vilhelmsson

Samningur um dreifmenntun

Kaupa Í körfu

Í HAUST hefst kennsla með fyrirkomulagi dreifmenntunar í Vesturbyggð og á Tálknafirði en grunnskólar þar eru fámennir og skólahald því dreift. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Ólafur Magnús Birgisson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, undirrituðu samning um verkefnið. Dreifmenntun blandar saman fjarkennslu og staðbundinni kennslu og nýtir þannig betur sérþekkingu kennara óháð búsetu. Það stuðlar jafnframt að því að jafna möguleika nemenda til náms. Markmið verkefnisins er að nýta upplýsingatækni til að auka gæði og framboð náms ásamt því að draga úr kostnaði við rekstur grunnskóla í dreifbýli. Þannig verður hægt að kenna nemendum í sömu aldurshópum saman án þess að þeir þurfi að ferðast langar vegalengdir. Vesturbyggð og Tálknafjörður standa saman að verkefninu en það er liður í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og samkomulagi menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins um átak á sviði byggðamála. MYNDATEXTI: Brynjólfur Gíslason, Tómas Ingi Olrich og Ólafur Magnús Birgisson undirrituðu samning um dreifmenntun í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar