P-3C Orion kafbátaleitarvél

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

P-3C Orion kafbátaleitarvél

Kaupa Í körfu

RÚMLEGA 600 manns hafa alla þessa viku tekið þátt í kafbátaleitaræfingu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem lýkur á morgun. Alex Valentin, liðsforingi í bandaríska flughernum, segir kafbátaleit mikilvægan þátt í nútímahernaði þar sem kafbátum sem sigli um höfin fjölgi stöðugt. Tækni sem notuð er til að fylgjast með ferðum kafbáta hefur ekki fleygt mikið fram síðustu árin en aðferðirnar við að finna þá hefur þess í stað þróast hratt, að sögn Valentin. Þar af leiðandi þurfi stöðugt að þjálfa þann hluta liðsaflans sem hafi það hlutverk að fylgjast með og finna kafbáta á opnum hafsvæðum. Einn liður í þeirri þjálfun er samvinna með öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) þar sem færni og samhæfing herdeildanna er æfð. MYNDATEXTI: P-3C Orion-kafbátaleitarvél Varnarliðsins ræsir hreyfla sína og undirbýr flugtak í gær. Um borð í slíkum vélum er 11 manna áhöfn sem hefur það hlutverk að leita uppi kafbáta á Norður-Atlantshafi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar