Eugenia Ratti

Jim Smart

Eugenia Ratti

Kaupa Í körfu

ÞEGAR hún var fjórtán ára bað faðir hennar tenórsöngvarann heimsfræga Tito Schipa að hlusta á hana og það var hennar mikla lán í lífinu. Tito Schipa heillaðist af söng hennar og bauð henni með sér í söngferðalag. Fjórtán ára hóf hún háskólanám í sönglistinni og átján ára var hún komin á sviðið á La Scala. Þá var hún búin að vera sísyngjandi frá því hún var smábarn, en orðin hávaxin, glæsileg og óvenju örugg í fasi og framkomu. Þetta er Eugenia Ratti óperusöngkona, sem nú er komin til Íslands í tólfta sinn. Hér dvelur hún hjá vinkonu sinni Jóhönnu G. Möller söngkonu, og hefur undanfarnar vikur haldið námskeið fyrir íslenska söngnema MYNDATEXTI: Eugenia Ratti með nokkrum nemendanna á námskeiðinu, Aðalsteini Bergdal, Jóhönnu G. Möller, Ólöfu de Bont og Herdísi Álfsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar