Kárahnjúkar - hjáveita

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkar - hjáveita

Kaupa Í körfu

Undirbúningsframkvæmdir við virkjunina ganga vel VEL gengur með undirbúningsframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og hyggjast menn byrja að steypa meginstífluvegginn í vetur. "Nú er verið að gera tvenn hjárennslisgöng fram hjá stíflunni til að geta veitt ánni um meðan stíflan verður reist," segir Sigfinnur Snorrason, eftirlitsmaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun. "Búið er að sprengja nálægt þrjú hundruð metrum. Síðan erum við að hreinsa stíflugrunninn, bæði austan og vestan við Jöklu og það gengur ágætlega. Við erum komnir niður í hæð 630, sem er um það bil stífluhæðin hægra megin að uppistöðunni og eigum þá eftir að hreinsa niður að botninum á gljúfrinu. Vestan megin eru ýtur að ýta jarðvegi úr stíflustæðinu alla daga og langt fram á kvöld og gengur mjög vel og er að verða langt komið."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar