Melrakki við Mývatn

Birkir Fanndal

Melrakki við Mývatn

Kaupa Í körfu

Mikil fjölgun melrakka á landinu síðustu misserin er mönnum í Mývantssveit áhyggjuefni. Í áratugi hefur lágfótu verið haldið í skefjum í Skútustaðahreppi með vandaðri og ítarlegri grenjaleit, enda eru heimamenn ekki í minnsta vafa um mikilvægi þess að halda vargi í skefjum svo sem frekast er kostur og er það einkum út af fugli. Þetta verður stöðugt erfiðara. Myndatexti: Ingi Þór Yngvason er hér með uppáhalds riffilinn, Sako 22/250. Með þessu verkfæri felldi hann ref í sumar á 217 metra færi og hefur þó séð lengra færi. Oftar tekur hann tvö dýr í skoti heldur en að hann missi marks. Ingi Þór segir að til að ná góðri hittni þurfi mikla þjálfun og góða hirðingu skotvopnsins. Myndin er tekin á refaslóð í Belgjarskógi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar