Eygló ásamt nokkrum félögum sínum

Jónas Erlendsson

Eygló ásamt nokkrum félögum sínum

Kaupa Í körfu

Verið er að gera þáttaröð fyrir sjónvarp um krakka á landsbyggðinni og hvað þau taka sér fyrir hendur. Þættirnir eiga að nefnast krakkar á ferð og flugi og eiga að verða 10 talsins, 15 mínútur hver þáttur og eru þeir teknir um allt land. Í Vík í Mýrdal var verið að taka upp einn þátt og var fylgst með Eygló Guðmundsdóttur í leik og starfi. Meðal annars bakaði hún flatkökur með ömmu sinni, fór í kapphlaup við félaga sína og fleira. Framleiðendur þáttanna eru Linda Ásgeirsdóttir og Ægir Guðmundsson. Fyrirhugað er að sýna þættina eftir áramót í Ríkissjónvarpinu. Myndatexti: Eygló ásamt nokkrum félögum sínum í Vík í Mýrdal á meðan á upptöku stóð. F.v. Sara Lind Kristinsdóttir, Björk Smáradóttir, Kjartan Steinar Jónsson, Guðmundur Kristinn Haraldsson, Linda Ásgeirsdóttir, Ægir Guðmundsson, sitjandi Hlynur Guðmundsson, Eygló Guðmundsdóttir og Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir. Fh.Sara Lind Kristinsdóttir, Björk Smáradóttir, Kjartan Steinar Jónsson, Guðmundur Kristinn Haraldsson, Linda Ásgeirsdóttir, Ægir Guðmundsson, sitjandi Hlynur Guðmundsson, Eygló Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar