Samkomuhúsið á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Samkomuhúsið á Akureyri

Kaupa Í körfu

MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Samkomuhúsinu við Hafnarstræti, þar sem Leikfélag Akureyrar hefur aðsetur. Húsið er tæplega einnar aldar gamalt, var byggt í byrjun síðastliðinnar aldar og vígt 23. desember 1906. Smiðir hjá fyrirtækinu Virkni, sem sér um endurbætur á húsinu, segja ákaflega gaman að sinna verkinu enda ekki á hverjum degi sem menn komist í slíka "veislu", að þeirra sögn. "Yngri smiðirnir hafa til dæmis aldrei séð svona lagað," sagði einn reyndari karlanna í hópnum, Númi Adolfsson, þegar hann sýndi blaðamanni innan í turn hússins eftir að klæðning hafði verið rifin utan af honum í gær. "Hann er átthyrningur og stífaður inn í miðjuna," sagði Númi, og smiðunum bar saman um að starfsbræður þeirra sem að verkinu komu á öndverðri liðinni öld hefðu verið afar vandvirkir og flinkir. MYNDATEXTI. Donald Kelly, smiður hjá Virkni, með efsta hluta turnsins sem fjarlægður var í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar