Cesco Soggiu

Jim Smart

Cesco Soggiu

Kaupa Í körfu

Tveir heimar? Hjá Sævari Karli sýna nú þeir Karl Kristján Davíðsson og Cesco Soggiu. Sýningar þeirra eru ólíkar en eiga kannski meira sameiginlegt en virðist við fyrstu sýn. Cesco Soggiu er norsk-ítalskur sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann sýnir hér innsetningu sem er að einhverju leyti innblásin af austurlenskri alþýðulist, baklýstar myndir í ljósakössum minna á skuggabrúður líkt og þær sem notaðar eru td. í Indónesíu. Þema verksins er einhvers konar hreinsunareldur og myndirnar í kössunum eru táknrænar, sýna lykil, turn, einhyrning, skóg og fleira í þeim dúr. Markmið listamannsins er að skapa eins konar hugleiðsluherbergi þar sem lítil lýsing og tónlist í bakgrunni, púðar á gólfum og berfættir eða a.m.k. skólausir áhorfendur setjast niður og gleyma amstri hversdagsins. MYNDATEXTI. Hjá Sævari Karli veitir Cesco Soggiu fólki innsýn í annan heim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar