Málfríður Jónsdóttir 107 ára

Málfríður Jónsdóttir 107 ára

Kaupa Í körfu

ELSTI núlifandi Íslendingurinn, Málfríður Jónsdóttir, varð 107 ára í gær en haldið var upp á afmælið á Landakoti. Að sögn Maríu Halldórsdóttur, dóttur Málfríðar, heyrir hún orðið mjög lítið og á lítil samskipti við aðra en er heilsuhraust að öðru leyti. María segir að langlífi sé ættgengt í móðurættinni enda hafi móðir Málfríðar, Þórunn Bjarnadóttir, orðið 101 árs. Málfríður fæddist 29. ágúst 1896 á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð en flutti til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum árið 1903 og hefur búið þar síðan en dvaldi þó í Danmörku á árunum 1920-23. Málfríður eignaðist Maríu með Halldóri Kiljan Laxness en þau kynntust sumarið 1922 á Borgundarhólmi. Málfríður giftist hins vegar aldrei og eignaðist ekki fleiri börn. Á myndinni má sjá fimm ættliði saman komna. Yngst er Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir, 4 ára, fyrir ofan hana stendur Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, 34 ára, við hlið hennar stendur Ragna María Ragnarsdóttir, 55 ára, og svo sitja hlið við hlið mæðgurnar Málfríður, nýorðin 107 ára, og María, áttræð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar