Vatnsfellsvirkjun

Halldór Kolbeins

Vatnsfellsvirkjun

Kaupa Í körfu

VATNSBÚSKAPUR Landsvirkjunar er víðast hvar góður um þessar mundir. Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug nýlega yfir Vatnsfellsvirkjun og þar er inntakslónið svo fullt að töluvert vatn rennur um hjáveituna og þaðan út í Krókslón, sem er fjær á myndinni. Vatnsfellsvirkjun nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns, sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Á vef Landsvirkjunar segir að Vatnsfellsvirkjun sé nokkuð sérstök fyrir þær sakir að hún er ekki í rekstri nema þegar verið er að miðla vatni úr Þórisvatni yfir í Krókslón.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar