Leikhúsmessa í Borgarleikhúsinu

Leikhúsmessa í Borgarleikhúsinu

Kaupa Í körfu

Það var mikið um að vera í Borgarleikhúsinu í gær þegar þar var efnt til leikhúsmessu í fyrsta skipti. Leikhúsmessan var ætluð fulltrúum grunnskólanna og leikskólanna í Reykjavík, en þar gafst þeim tækifæri til að skoða leikverk til að auðvelda þeim að velja sýningar í skólana í vetur. Yfir 40 leikverk voru kynnt á leikhúsmessunni, sem er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Alþjóðlegra samtaka um barna- og unglingaleikhús, Leikskóla Reykjavíkur og skrifstofu menningarmála Reykjavíkurborgar. Yfirskrift leikhúsmessunnar var: Eflum leikhúsmenningu í skólastarfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar