Hólabrekkuskóli

Hólabrekkuskóli

Kaupa Í körfu

SEX reykvískir gunnskólar fengu umgengnisverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, sem voru afhent í síðustu viku, en þau eru hluti átaks til bættrar umgengni í grunnskólum Reykjavíkur. Skólarnir sem fengu verðlaunin fyrir skólaárið 2002 til 2003 eru Álftamýrarskóli, Borgarskóli, Grandaskóli, Hólabrekkuskóli, Korpuskóli og Vogaskóli. Verðlaun til skólanna eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur sem ber að verja til að bæta aðstöðu nemenda, t.d. með kaupum á hljómflutningstækjum, húsgögnum eða öðru sem kemur nemendum vel. MYNDATEXTI: Krakkarnir í Hólabrekkuskóla hafa samið við stjórnendur skólans um rýmri reglur um aðgengi gegn því að þau fari úr skónum innandyra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar