Listasmiðjan Garði

Svanhildur Eiríksdóttir

Listasmiðjan Garði

Kaupa Í körfu

Elsta keramiksmiðja landsins flutt í Garðinn og sett upp í frystihúsi Kothúsa "ÉG ætlaði nú að fara að slaka á en þvert á móti sýnist mér nú næg verkefni vera framundan," sagði Ingibjörg Sólmundardóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún og systir hennar, Sigurborg, festu nýlega kaup á elstu keramiksmiðju á landinu og hafa flutt hana í Garðinn. Þær eru um þessar mundir að standsetja nyrsta hluta frystihússins Kothúsa fyrir starfsemina en formleg opnun verður föstudaginn 5. september. Að sögn Ingibjargar er aðalvertíðin framundan, jólaföndrið. MYNDATEXTI: Ingibjörg Sólmundardóttir ásamt eiginmanni sínum, Lofti Sigvaldasyni, í jólahorni Listasmiðjunnar - keramik- og glergallerý. Jólavertíðin er stór hluti starfseminnar og hefur jólamununum verið fundinn góður staður í smiðjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar