Rafmagnsstaurar kveðja

Gunnar Kristjánsson

Rafmagnsstaurar kveðja

Kaupa Í körfu

Í SUMAR hafa starfsmenn RARIK unnið að því að leggja rafmagnskapal í jörð í nágrenni Grundarfjarðar. Sá spotti sem nú hefur verið plægður í jörð mun vera að nálgast 5 km og er þar um að ræða lagningu jarðkapals um Grundarbotn frá Kverná austan við Grundarfjörð að bænum Grund og síðan frá Hömrum að Vindási. Þetta svæði er þekkt fyrir vindálag að vetrum og mun þessi aðgerð stuðla að meira öryggi í rafmagnsmálum í framtíðinni. Að sögn starfsmannanna mun ætlun RARIK að halda áfram að leggja rafmagnið þannig í jörð og munu þá rafmagnsstaurarnir aðeins verða til á ljósmyndum. MYNDATEXTI: Starfsmenn Rariks við lagningu jarðkapals við bæinn Vindás í Eyrarsveit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar