Lottómót ÍA

Sigurður Elvar Þórólfsson

Lottómót ÍA

Kaupa Í körfu

HVERNIG er staðan í leiknum?" sagði leikmaður Fjölnis við þann sem þetta ritar sl. föstudag á árlegu Lottómóti ÍA. Leikurinn var langt á veg kominn og þar sem ég var í hlutverki dómarans varð ég að hafa svarið á hreinu fyrir kappann. "Eitt núll fyrir ykkur," svaraði hann um hæl: "Ég var næstum því búinn að skora á móti Keflavík í síðasta leik. Er leikurinn að verða búinn? Við erum nefnilega að fara í sund á eftir," bætti hann við og hafði greinilega ekki miklar áhyggjur af gangi mála, enda aðeins fótboltaleikur í gangi þá stundina. MYNDATEXTI. Leikmaður Þróttar horfir á eftir skottilraun sinni en félagar hans fylgjast af innlifun með útkomunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar