Hljómsveitin Fóður

Sigurður Elvar Þ.

Hljómsveitin Fóður

Kaupa Í körfu

Hæfileikaríkir tónlistarmenn og konur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands, FVA, stigu á stokk 1. nóvember s.l. í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem keppni átta hljómsveita fór fram á tónlistarkeppninni "hetjurokki." Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin Fóður bar sigur úr býtum og skartaði jafnframt besta söngvara kvöldsins, að mati dómnefndar, en það er Sturla Birgisson sem þenur raddböndin. MYNDATEXTI: Samúel Þorsteinsson, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Pétur Pétursson og Sturla Birgisson sátu sem límdir og skoðuðu upptöku frá sigurkvöldinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar