Inga Elín Cryer og Erla Kristín Kjartansdóttir

Sigurður Elvar

Inga Elín Cryer og Erla Kristín Kjartansdóttir

Kaupa Í körfu

HÁPUNKTUR sumarsins hjá sundfólki af yngri kynslóðinni var um helgina á Akranesi þar sem aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, fór fram í Jaðarsbakkalaug. Lið Sundfélags Hafnarfjarðar gaf tóninn strax á fyrsta keppnisdegi er liðið náði efsta sætinu í stigakeppni liða sem sendu keppendur á mótið og er skemmst frá því að segja að SH leit aldrei um öxl og sigraði með nokkrum yfirburðum í heildarstigakeppninni og fékk 1628 stig. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍBR, varð í öðru sæti með 1331 stig en baráttan um þriðja sætið var nokkuð hörð þar sem lið Ægis hafði betur í rimmu sinni gegn liði heimamanna, ÍA, en Ægir fékk 973 stig en ÍA 818 stig. MYNDATEXTI. Skagastelpurnar Inga Elín Cryer og Erla Kristín Kjartansdóttir klæddu veðrið af sér og skemmtu sér vel á áhorfendasvæðinu við Jaðarsbakka á Akranesi, en þær tóku báðar þátt á AMÍ á heimavelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar