Japanskur temeistari

Jim Smart

Japanskur temeistari

Kaupa Í körfu

JAPANSKUR tesiðameistari, Sokei Kimura, er staddur hér á landi í tengslum við upphaf kennslu í japönsku við Háskóla Íslands. Það er sendiráð Japans á Íslandi sem stendur fyrir komu hans til landsins. Kennsla í japönsku hófst nú í haust og eru 50 nemendur skráðir. Samkvæmt upplýsingum frá japanska sendiráðinu er áhugi íslenskra ungmenna á Japan sífellt að aukast. Tesiðameistarinn sýndi gestum við hátíðardagskrá á fimmtudag, í tilefni þess að austurlenskt mál er nú kennt í fyrsta skipti í Háskólanum, tesiðaathöfn en í kringum hana eru aldalangar hefðir. MYNDATEXTI: Meistarinn Sokei Kimura sýnir tesiðaathöfn í Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar